Rýming þotunnar gekk skelfilega

Boeing 777 þotan sem brotlenti á flugvelli í San Francisco
Boeing 777 þotan sem brotlenti á flugvelli í San Francisco Mynd/AFP

Illa gekk að rýma farþegaþotuna sem brotlenti á San Francisco flugvellinum á sunnudaginn að sögn flugfreyju sem var að störfum í vélinni. Tvær neyðarrennibrautir opnuðust óvart inni í vélinni og þurfti að stinga gat á þær með exi til þess að þær myndu ekki kæfa tvær flugfreyjur sem lentu undir þeim. 

Alls létust tveir farþegar af 307, en þær sem létust voru ungar kínverskar stúlkur á skólaferðalagi. Þær sátu aftast í vélinni þegar stélið brotnaði af henni, og fundust þær liggjandi á jörðinni fyrir utan vélarskrokkinn. Á blaðamannafundi í dag greindi yfirmaður slökkviliðsins í San Francisco, Joanne Haynes-White, hins vegar frá því að dánarorsök annarrar stelpunnar kunni frekar að vera að slökkviliðsbifreið ók yfir hana í öllum hamaganginum í kringum slysið. Enn á eftir að kryfja stúlkuna, en þá mun sennilega koma í ljós hin rétta dánarorsök. 

Hafði 43 flugtíma í Boeing 777

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert