Sum Ting Wong flaug ekki vélinni

Nöfnin sem þulurinn las upp.
Nöfnin sem þulurinn las upp. Skjáskot af Sky

Asiana-flugfélagið ætlar að höfða mál á hendur sjónvarpsstöð sem las upp bullnöfn flugmannanna og flugstjóra vélarinnar sem brotlenti í San Francisco. Sum Ting Wong, Ho Le Fuk, We Tu Lo og Bang Ding Ow flugu sum sé ekki vélinni.

Þrír farþegar vélarinnar létust.

Í innslagi KTVU-sjónvarpsstöðvarinnar las þulurinn nöfnin af fullri alvöru í beinni útsendingu. Eftir auglýsingahlé baðst hún svo afsökunar, segir í frétt Sky um málið.

Öryggis- og samgöngunefnd Bandaríkjanna, NTSB, hefur einnig beðist afsökunar því sumarstarfsmaður hjá þeim staðfesti nöfn áhafnarinnar sem síðar voru lesin upp.

Asiana segir sjónvarpsstöðina hafa skaðað orðspor sitt með fréttaflutningnum sem sé hlaðinn kynþáttafordómum. Ekki hefur verið ákveðið hvort farið verði einnig í mál við NTSB.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert