6,5 stiga jarðskjálfti á Nýja Sjálandi

mbl.is

Skjálfti sem mældist 6,5 stig varð á Nýja Sjálandi í dag. Allt skalf í höfuðborginni en engin flóðbylgjuviðvörun var gefin út og engar fregnir hafa enn borist af skemmdum eða slysum á fólki. Skjálftinn varð kl. 17.09 að staðartíma eða 05.09 að íslenskum tíma. Upptök hans voru 57 kílómetrum suðsuðvestur af höfuðborginni Wellington á 14 kílómetra dýpi.

Snarpur eftirskjálfti fylgdi og mældist hann 5,5 stig. Tíu klukkustundum fyrr hafði 5,8 stiga skjálfti orðið og átti hann upptök sín á svipuðum slóðum. Jarðskjálftahrina hófst á fimmtudag.

Nokkrir skjálftar hafa fundist í dag og sá stærsti, 6,5 fannst víða.

„Hér skalf allt og hristist í um 30 sekúndur,“ segir íbúi í bænum Nelson við AFP-fréttastofuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert