Von um að norsku konunni verði sleppt

Marte Deborah Dalelv í Dúbaí.
Marte Deborah Dalelv í Dúbaí.

Norska kon­an sem dæmd var í fang­elsi í Dúbaí eft­ir að henni var nauðgað hef­ur verið boðuð á fund rík­is­sak­sókn­ara Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæm­anna í dag. Stjórn­völd í Nor­egi hafa haft af­skipti af máli henn­ar og sagðist ut­an­rík­is­ráðherra Nor­egs, Espen Barth Eide, í gær­kvöldi vera vongóður um niður­stöðu fund­ar­ins í dag.

Fund­ar­boðið kom mjög á óvart. „Ég hef það ekki gott. Ég kvíði því mjög að heyra hvað þetta þýðir og er hrædd um að vera varpað í fang­elsi aft­ur,“ sagði kon­an, Marte De­borah Dalelv, í sam­tali við norska rík­is­sjón­varpið NRK í gær. 

Norsk stjórn­völd setja þrýstind á fursta­dæm­in

Dalelv er 24 ára göm­ul. Hún ferðaðist til Dúbaí með vinnu­fé­lög­um sín­um og eft­ir nótt úti á líf­inu vaknaði hún án klæða og gerði sér grein fyr­ir að henni hafði verið nauðgað. Hún leitaði til lög­reglu en í stað þess að taka niður kæru var Dalelv varpað í fanga­klefa í fjóra daga og vega­bréfið tekið af henni.

Síðasta þriðju­dag var hún svo dæmd í 16 mánaða fang­elsi fyr­ir að hafa drukkið áfengi stundað kyn­líf utan hjóna­bands. Málið hef­ur vakið mikla at­hygli í Nor­egi og víðar og hafa tæp­lega 70.000 manns skrifað und­ir kröfu á net­inu um að henni verði sleppt.

Þá hef­ur kviknað umræða um það í Nor­egi hvort til­efni sé til að vara kon­ur form­lega við því að ferðast til Dúbaí. „Þetta er land þar sem þú get­ur átt á hættu að vera nauðgað og verið dæmd í fang­elsi ef þú kær­ir til lög­reglu. Ef þetta er venj­an á svo kölluðum ferðamanna­stöðum, þá ætti það að hrinja ein­hverj­um bjöll­um í ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu,“ sagði Trine Skei Grande, leiðtogi frjáls­lyndra í Nor­egi, í út­varps­viðtali um helg­ina.

Vongóður um far­sæl mála­lok

Ut­an­rík­is­ráðherr­ann Eide ræddi við Dalelv sím­leiðis í gær og sagðist í sam­tali við NRK vera vongóður. „Henni líður bet­ur núna að ég held og ég tel að þessi fund­ur boði góðar frétt­ir. Við höf­um unnið að því alla helg­ina að setja þrýst­ing á furst­ana um að finna skjóta lausn,“ sagði Eide.

Ekki stóð til að málið færi fyr­ir áfrýj­un­ar­dóm­stól fyrr en í sept­em­ber, en Eide seg­ir þá staðreynd að rík­is­sak­sókn­ari boði nú til fund­ar gefa fyr­ir­heit um að meðferð máls­ins verði flýtt og jafn­vel að hún verði náðuð eða málið látið niður falla. Hann seg­ist ekki hafa trú á því að henni verði varpað aft­ur í fanga­klefa.

Sendi­herra Nor­egs í Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæmun­um mun sitja fund­inn með Dalelv.

Frétt mbl.is: Var nauðgað og fékk lang­an dóm

Utanríkisráðherra Noregs Espen Barth Eide í viðtali við ríkissjónvarpið NRK …
Ut­an­rík­is­ráðherra Nor­egs Espen Barth Eide í viðtali við rík­is­sjón­varpið NRK á sunnu­dags­kvöld. Skjá­skot/​NRK
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert