Tvítugur Breti fannst látinn í birtingu í morgun í hinum vinsæla ferðamannabæ Malia á grísku eyjunni Krít. Ungi maðurinn var stunginn til bana, að sögn lögreglu.
Malia er alræmt fyrir næturlíf og vinsæll áfangastaður meðal ungra Breta sem flykkjast þangað í hundruðaþúsunda tala á hverju ári. Margir þeirra eru að ferðast í fyrsta sinn á eigin vegum án foreldra sinna.
Átök og pústrar eru algeng í skemmtanalífi ungra ferðamanna á Krít og er talið að ofdrykkja áfengis af litlum gæði eigi þar hlut að máli.
Lík unga mannsins fannst í göngugötu fyrir utan lokaðan bar og hafði hann verið stunginn í brjóstið. Lögreglan leitar árásarmannsins.