Allt að fimmtíu farþegar farþegalestar eru látnir og rúmlega tvö hundruð eru slasaðir eftir að farþegalest fór út af sporinu í norðvesturhluta Spánar í kvöld. Slysið átti sér stað kl. 8.42 að staðartíma við bæinn Santiago de Compostela í héraðinu Galisíu. 238 manns, þar af 218 farþegar, voru í lestinni sem ók á milli Madrídar og Ferrol á Spáni. Björgunarlið vinnur enn að því að ná farþegum úr lestinni, en allir þrettán vagnar lestarinnar fóru af teinunum og fjórir þeirra hvolfdu.
Að sögn sjónarvotta var aðkoman að slysinu hræðileg og lágu lík á víð og dreif um lestarteinanna. Spítalar á svæðinu hvöttu fólk til að gefa blóð við fyrsta tækifæri, því líkur væru á blóðskorti vegna slyssins.
Í spænskum fjölmiðlum kemur fram að slysið hafi átt sér stað þegar lestin kominn í bæinn, sem er vinsæll áfangastaður pílagríma. Þá er því einnig haldið fram að slysið sé það versta í landinu í fjóra áratugi. Ekkert hefur verið gefið upp um hvað kann að hafa valdið slysinu. Forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy, mun heimsækja vettvangs slyssins á morgun. Hann vottaði fórnarlömbum slyssins samúð sína í kvöld.
Á morgun fer fram ein helsta hátíð bæjarins, en hana sækja margir pílagrímar. Með heimsókn sinni heiðra þeir heiðra Jakob, einn lærisveina Jesú.