Alvarlegt lestarslys á Spáni

Frá vettvangi.
Frá vettvangi. AFP

Allt að fimmtíu manns eru látnir eftir að farþegalest fór út af sporinu í norðvesturhluta Spánar kl. 8.42 í kvöld að staðartíma. Að sögn AFP-fréttastofunnar eru 200 manns slasaðir og vinnur björgunarlið að því að ná farþegunum úr lestinni. Fyrirtækið sem rekur lestina hefur staðfest að lestin hafi farið út af sporinu.  Allir þrettán vagnar lestarinnar fóru af teinunum og fjórir þeirra eru á hvolfi.

Spænskir fjölmiðlar segja að slysið hafi átt sér stað þegar lestin kom inn í bæinn Santiago de Compostela, en það er vinsæll áfangastaður pílagríma í héraðinu Galisíu á Spáni. Þá segir einnig að lestarslysið sé það versta í landinu í fjóra áratugi.

238 farþegar voru í lestinni sem ók á milli Madrídar og Ferrol á Spáni.

Sjónarvottur sagði að lík lægju á víð og dreif um lestarteinana. Spítalar á svæðinu hafa hvatt fólk til að gefa blóð við fyrsta tækifæri, því líkur séu á blóðskorti á spítölum vegna slyssins.

Ekkert hefur verið gefið upp um hvað kann að hafa valdið slysinu.

Frá vettvangi slyssins.
Frá vettvangi slyssins. Sky News
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. AFP
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. AFP
Frá vettvangi í kvöld.
Frá vettvangi í kvöld. AFP
Frá vettvangi í kvöld.
Frá vettvangi í kvöld. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka