Játar að hafa verið á 190 km hraða

Ökumaður lestarinnar sem fór út af sporinu á Spáni í gærkvöldi viðurkennir að hann hafi ekið á 190 km hraða þar sem heimilt er að aka á 80 km hraða. Lestarstjórinn slapp með minniháttar meiðsl en 78 farþegar létust og 140 slösuðust í slysinu sem er það versta á Spáni í 69 ár.

Spænska dagblaðið El País greinir frá þessu og hefur heimildir frá þeim sem vinna að rannsókninni á þessu. Hámarkshraði í nágrenni borgarinnar Santiago de Compostela er einungis 80 km.

„Ég vona að enginn hafi dáið þar sem það mun hvíla á samvisku minni,“ á lestarstjórinn að hafa sagt í talstöð lestarinnar skömmu eftir slysið og áður en hann vissi hversu skelfilegar afleiðingar slyssins voru.

„Við erum öll mannleg! Við erum öl mannleg!“ bætti hann við samkvæmt frétt El País. Lestarstjórinn kvartaði undan eymslum í baki og rifbeinum þegar hann var losaður út úr sæti sínu.

Lestin var á leið til strandbæjarins Ferrol frá Madríd þegar hún fór út af sporinu klukkan 20:42 að staðartíma, 18:42 að íslenskum tíma.

Myndskeið af slysinu á El País

Stikla úr myndskeiði af slysinu
Stikla úr myndskeiði af slysinu AFP
AFP
AFP
Héraðsstjóri Galicíu, Alberto Nunez Feijoo ásamt forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy
Héraðsstjóri Galicíu, Alberto Nunez Feijoo ásamt forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka