Lestarstjórinn yfirheyrður

Einn af stjórnendum lestarinnar sem fór út af sporinu á Spáni í gær verður yfirheyrður af lögreglu síðar í dag. Fréttir herma að lestarstjórinn hafi játað að hafa verið á 190 km hraða en á þessu svæði mega lestir aka á 80 km hraða.

Áttatíu eru látnir og 160 slösuðust í lestarslysinu í gærkvöldi. Þar af eru 30 alvarlega slasaðir. Lestin fór út af sporinu í um 3 km fjarlægð frá borginni Santiago de Compostela.

Samgönguráðherra Spánar, Rafael Catala, hefur staðfest við fjölmiðla að hraðakstur hafi valdið lestarslysinu sem er það skelfilegasta á Spáni í 69 ár eða frá árinu 1944.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka