Viku þjóðarsorg á Spáni

Spænsk yfirvöld hafa lýst yfir sjö daga þjóðarsorg vegna lestarslyssins í Galisíu í gærkvöldi. Að minnsta kosti 77 létust í slysinu og á annað hundrað slösuðust.

Jóhann Karl Spánarkonungur og Felipe prins hafa aflýst öllum opinberum embættisverkum sínum í dag og forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy, er á leið á slysstað skammt frá borginni Santiago de Compostela en lestin var að koma frá Madríd.

Spánarkonungur ætlaði meðal annars að taka á móti spænska tenórnum Placido Domingo í dag á meðan prinsinn ætlaði að heimsækja höfuðstöðvar spænska símafyrirtækisins Telefonica.

Samkvæmt fréttum spænskra fjölmiðla var lestin á tvöfalt meiri hraða en heimilt er.  

Minnst 77 látnir á Spáni

Frá slysstað í morgun - alls eru 140 slasaðir og …
Frá slysstað í morgun - alls eru 140 slasaðir og 77 látnir AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka