Lestarstjórinn svarar ekki spurningum lögreglu

Frá lestarslysinu á Spáni
Frá lestarslysinu á Spáni AFP

Lestarstjórinn, sem stýrði lestinni sem fór út af sporinu með voveiflegum afleiðingum á miðvikudaginn neitar að svara spurningum lögreglu við yfirheyrslu. Minnst 77 eru látnir í slysinu. Lestarstjórinn er í haldi lögreglu.

Lestin var á hraðleið frá höfuðborginni Madrid til hafnarborgarinnar Ferrol þegar alls 8 vagnar hennar fóru út af sporinu í beygju um 3 km utan við Santiago de Compostela.

Í spænskum fjölmiðlum kemur fram að talið sé að lestinni kunni að hafa verið ekið á allt að tvöföldum leyfilegum hraða. Nokkrir sjónarvottar hafa sagt í fjölmiðlum að lestin hafi verið á miklum hraða. Einn þeirra, Ricardo Montesco, sagði að vagnarnir hafi „hlaðist hver ofan á annan“ þegar lestin fór út af í beygjunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka