Bandaríkjamaðurinn Ariel Castro játaði í dag að hafa rænt þremur konum og haldið þeim nauðugum í tíu ár og mun hann sitja í fangelsi út ævina. Hann hafði áður neitað sök í nærri þúsund ákæruliðum en saksóknarar í Ohio buðu honum ævilangt fangelsi í stað dauðadóms.
Hann hefur ekki möguleika á reynslulausn þar sem dómurinn hljóðar upp á ævilangt fangelsi að viðbættum þúsund árum.
Castro var sakaður um að hafa haldið þremur konum nauðugum á heimili sínu í meira en áratug, nauðgað þeim ítrekað og beitt þær margvíslegu ofbeldi.