Minningarathöfn um fórnarlömb lestarslyssins á Spáni verður haldin á mánudagskvöld í Santiago de Compostela. Sjötíu og átta eru látnir eftir slysið sem er það versta af þessu tagi á Spáni síðan 1944. Ekki hefur tekist að bera kennsl á þrjá hinna látnu.
Nú, tveimur dögum eftir slysið, eru rúmlega áttatíu manns enn á spítala. Þar af er 31 alvarlega slasaðir. Orsök slyssins eru enn óþekkt en grunur leikur á að lestinni hafi verið ekið töluvert hraðar en leyfilegt var á þessu svæði.