Ákærður vegna manndráps af gáleysi

Frá vettvangi slyssins.
Frá vettvangi slyssins. AFP

Ökumaðurinn, sem ók lestinni sem fór út af sporinu á miðvikudagskvöld, hefur verið ákærður vegna manndráps af gáleysi. AFP-fréttastofan greinir frá þessu í dag. Áður höfðu lögregluyfirvöld á Spáni gefið út að maðurinn væri í haldi vegna gáleysis. Lestarslysið varð skammt frá borginni Santiago de Compostela.

Ökumaður lestarinnar hefur áður viðurkennt að hann hafi ekið á 190 km hraða þar sem heimilt er að aka á 80 km hraða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka