Samkvæmt upplýsingum sem voru að finna í „svarta kassanum“ sem var um borð í spænsku lestinni sem fór af teinunum í síðustu viku, var lestarstjórinn í símanum á þeim tímapunkti sem slysið varð. Lestarstjórinn á að hafa verið að tala við starfsmenn lestarfyrirtækisins. Þetta sögðu rannsakendur slyssins í dag, en alls létu 79 manns lífið í slysinu.
Lestarstjórinn sem heitir Francesco José Garzon Amo er grunaður um manndráp af gáleysi en hefur ekki verið formlega ákærður ennþá. Honum var sleppt úr varðhaldi í fyrradag, en er stöðugt undir eftirliti dómstóla.