Mannbjörg þegar færeyskur togari sökk

Gullbergið að sökkva.
Gullbergið að sökkva. Skjáskot af Skipsportalurin

Tog­ar­inn Gull­berg frá Fær­eyj­um sökk í morg­un norður af Fær­eyj­um. Skip sem var þar nærri bjargaði allri áhöfn­inni.

Til­kynn­ing barst frá Gull­bergi um kl. 8:15 í morg­un um að leki væri kom­inn að skip­inu. Þrjú skip voru þar nærri og fóru þau til bjarg­ar. Björg­un­arþyrla var einnig send af stað frá Fær­eyj­um. Dæl­ur voru flutt­ar um borð í Gull­berg frá skip­un­um Niels Paula og Atlantic Ori­on.

Tæp­lega klukku­tíma eft­ir að Gull­berg lét vita um lek­ann var níu manna áhöfn flutt yfir í skipið Sjagaklett, en þá var kom­in um 70% slagsíða á Gull­berg. Nokkr­um mín­út­um síðar sökk skipið.

Gull­berg var 36 metra langt skip, smíðað í Þýskalandi árið 1997.

Gullberg frá Færeyjum.
Gull­berg frá Fær­eyj­um.
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka