Maduro ósáttur með teiknimynd

00:00
00:00

„Sáuð þið þetta í gær? Þetta var afar illa unnið,“ sagði Nicolas Maduro, for­seti Venesúela, um þátt af For­seta­eyj­unni (e. Presi­dential Is­land) þar sem hon­um bregður fyr­ir sem teikni­myndafíg­úra í fyrsta skipti. Þátt­ur­inn nýt­ur mik­illa vin­sælda í Venesúela en í hon­um er gert út á háðsádeilu.

Maduro ræddi um þátt­inn við blaðamenn og þótti lítið til hans koma. „And­litið var ekki líkt mínu, ekki yf­ir­var­ar­skeggið eða rödd­in. Þeir létu mig líta út eins og flón, ég er ekki flón. Og þeir sögðu mig feit­an.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert