Leiddist og skutu skokkara

Wikipedia

Tveir bandarískir unglingar voru ákærðir í dag fyrir að hafa myrt ástralskan karlmann síðastliðinn föstudag með því að skjóta hann í bakið. Árásin átti sér stað í smábænum Duncan í Oklahoma-ríki í Bandaríkjunum.

Maðurinn, hinn 22 ára gamli Chris Lane, var að skokka þegar James Edwards og Chancey Luna, 15 og 16 ára, réðust á hann vegna þess að þeim leiddist og langaði að sjá einhvern deyja að sögn Dannys Ford, lögreglustjóra í Duncan. Lane lést af sárum sínum eftir að hafa orðið fyrir árásinni.

Edwards og Luna hafa verið ákærðir fyrir morð af yfirlögðu ráði en hámarksrefsing fyrir það í Oklahoma-ríki er dauðarefsing. Þriðji unglingurinn var einnig handtekinn, hinn 17 ára Michael Dewayne Jones. Hann hefur verið ákærður fyrir að hafa hjálpað til við að fela morðvopnið og fyrir að vera viðriðinn málið.

Haft er eftir Ford að Lane hafi skokkað framhjá húsi þar sem unglingarnir voru staddir og þeir ákveðið í kjölfarið að elta hann á bifreið og skjóta hann. Jafnvel sé talið að þeir hafi haft í hyggju að ráðast á fleira fólk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert