Manning segist vera kona

Chelsea Manning
Chelsea Manning AFP

„Ég er Chelsea Manning, ég er kona,“ segir í yfirlýsingu frá uppljóstraranum Bradley Manning sem í gær var dæmdur í 35 ára fangelsi. Hann segist hafa upplifað sig sem konu í líkama karlmanns frá barnæsku og að hann fari fram á hormónameðferð í fangelsinu.

Manning sem er 25 ára segist vilja hefja næsta stig lífshlaups síns og gera það rétt. „Ég vil að allir fái þekkja mig raunverulega. [...] Ég vil fá að hefja hormónameðferð eins fljótt og auðið er.“

Þá fer Manning fram á að hann verði eingöngu ávarpaður með nýja nafninu og hann álitinn kona.

Lögmaður Manning segir hann hins vegar ekki hafa gefið neitt til kynna um það hvort hann vilji fara í kynleiðréttingaraðgerð. „Ég veit ekki með kynleiðréttingaraðgerð. Chelsea hefur ekki sagt neitt um það. En hvað hormónameðferð varðar þá fer hún fram á hana. Og ég vona að látið verði eftir henni það sem hún vill.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka