Safna fyrir byssum handa Zimmerman

Ken Hanson, talsmaður skotvopnafélagsins Buckeye.
Ken Hanson, talsmaður skotvopnafélagsins Buckeye. Skjáskot af Youtube

Skotvopnafélagið Buckeye hefur hafið söfnun á fé til kaupa á byssum, skotfærum og skotfærniþjálfun fyrir George Zimmerman, sem var nýlega sýknaður af morðinu á Trayvon Martin á grundvelli sjálfsvarnarlaga Flórídaríkis.

Hefur hópurinn þegar safnað 12 þúsund dollurum, jafnvirði rúmlega 1,4 milljóna íslenskra króna.

Í viðtali hjá Piers Morgan á CNN Live sagði Ken Hanson, talsmaður samtakanna, að Zimmerman hefði þörf fyrir söfnunina til að geta varið sig og fjölskyldu sína, en samkvæmt lögmanni Zimmermans hefur hann fengið reglulegar morðhótanir frá því hann var sýknaður.

„En hvað ef hann gerir þetta aftur,“ spurði Morgan, „hvað ef eldri bróðir Martin verður á gangi í sama hverfi eftir einhverja mánuði og það vilji svo til að Zimmerman sé þar á ferð, telji hann grunsamlegan eins og hann taldi Martin grunsamlegan, ákveði að ráðast til atlögu og skjóti hann til bana. Hvernig myndi þér líða, hafandi útvegað Zimmerman byssuna?“

„Ef við hefðum útvegað byssuna, einhver væri aftur ofan á Zimmerman, lemjandi höfði hans endurtekið í gangstéttina og hann tæki til sjálfsvarnar væri það ótrúleg óheppni fyrir Zimmerman, en við myndum sofa rótt,“ svaraði Hanson.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert