Sagðist vera í 50 ára gömlum nærfötum

00:00
00:00

Bo Xilai sagði í lok rétt­ar­halda yfir hon­um að það væri ekki rétt að hann sækt­ist eft­ir lúxusvör­um. Hann klædd­ist t.d. 50 ára göml­um nær­föt­um. Sak­sókn­ari hvatti dóm­ara til að sýna Bo enga vægð enda hefði hann ekki sýnt neina iðrun við rétt­ar­höld­in.

Bo, sem er 64 ára gam­all, var áður meðal 25 valda­mestu manna Kína og var á hraðri upp­leið í aðdrag­anda leiðtoga­skipt­anna í fe­brú­ar 2012. Hann féll hins veg­ar í ónáð og nú er réttað yfir hon­um vegna meintr­ar spill­ing­ar, valdníðslu og mútuþægni.

Eitt af því sem sak­sókn­ari hef­ur borið hon­um á brýn er að hann hafi búið við mik­inn lúx­us meðan hann var einn af for­ystu­mönn­um Komm­ún­ista­flokks­ins. Hann hafi flogið á einka­flug­vél­um, átt lúx­us­hús á frönsku Ri­víer­unni, borðað kjöt af sjald­gæf­um dýr­um, klætt sig í dýr föt o.s.frv.

Bo vísaði þessu á bug. „Ég hef eng­an áhuga á föt­um. Ég er núna í síðum nær­bux­um sem mamma mín keypti handa mér á sjö­unda ára­tugn­um,“ sagði Bo og bætti við að jakk­inn sem hann væri í hefði verið saumaður í heima­héraði sínu í Kína.

Sagði lög­reglu­stjór­ann ást­fang­inn af eig­in­kon­unni

Bo réðst einnig harka­lega gegn Wang Lij­un, sem var lög­reglu­stjóri og heyrði und­ir Bo meðan hann var við völd. Wang leitaði hæl­is í banda­ríska sendi­ráðinu í Kína í fe­brú­ar á síðasta ári sem leiddi til þess að ný rann­sókn hófst á dauða breska kaup­sýslu­manns­ins Neils Heywoods. Gu Kailai, eig­in­kona Bos, hef­ur verið dæmd fyr­ir að bera ábyrgð á dauða hans. Wang sagði við rétt­ar­höld­in að Bo hefði gefið sér kjafts­högg eft­ir að hann sagði við Bo að Gu tengd­ist rann­sókn á morðinu.

Bo sagði á loka­degi rétt­ar­hald­anna að Wang hefði verið ást­fang­inn af Gu og að framb­urður hans við rétt­ar­höld­in væri af þeim ástæðum ekki mark­tæk­ur.

Bo Xilai er fyrrverandi forystumaður kínverska Kommúnistaflokksins.
Bo Xilai er fyrr­ver­andi for­ystumaður kín­verska Komm­ún­ista­flokks­ins. CCTV
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert