Höfða mál vegna lekra PIP púða

00:00
00:00

Um 300 arg­entínsk­ar kon­ur sem fengu brjósta­fyll­ing­ar frá franska PIP fyr­ir­tæk­inu hafa höfðað skaðabóta­mál gegn þrem­ur evr­ópsk­um fyr­ir­tækj­um, að sögn lög­fræðings hóps­ins.

Virg­inia Luna, lög­fræðing­ur kvenn­anna, seg­ir að kon­urn­ar fari fram á 54,7 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala, 6,6 millj­arða króna, í bæt­ur frá franska brjósta­púðafram­leiðand­an­um Poly Implant Prot­heses (PIP), þýska gæðaeft­ir­lits­fyr­ir­tæk­inu TUV Rhein­land og þýska trygg­inga­fé­lag­inu Alli­anz.

Að sögn Luna er talið að í Arg­entínu hafi 15 þúsund kon­ur fengið brjósta­fyll­ing­ar frá PIP og því sé ekki ósenni­legt að fleiri kon­ur muni bæt­ast í hóp­inn.

Hún seg­ir að meðal 500 kvenna sem skoðaðar hafi verið reynd­ust 19% þeirra vera með leka púða. Hafði silí­konið lekið og fannst meðal ann­ars und­ir hönd­um, í hálsi, höfði og jafn­vel lung­um kvenn­anna.

Í Frakklandi hafa lækn­ar fjar­lægt PIP púða úr rúm­lega 16 þúsund kon­um og virðist sem fjórðung­ur þeirra hafi lekið.

Stofn­andi PIP, Jean-Clau­de Mas, hef­ur verið ákærður fyr­ir mann­dráp og fjár­svik. PIP púðar eru bannaðir og fyr­ir­tækið er farið í þrot.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert