Ný könnun VG í Noregi bendir til að fylgi stóru flokkanna tveggja sé að dala. Verkamannaflokkur Jens Stoltenberg mælist nú með meira fylgi en Hægriflokkur Ernu Solberg.
Samkvæmt könnuninni er Verkamannaflokkurinn með 28,7%, en Hægriflokkurinn með 27,7%. Framfaraflokkurinn mælist með 15,2%. Í könnun sem birt var á föstudaginn var Hægriflokkurinn með 30,1% fylgi og Verkamannaflokkur með 29,1% fylgi. Framfaraflokkurinn var með 13,1%.
Mið- og hægriflokkarnir eru með mun meira fylgi en vinstriflokkarnir samkvæmt könnuninni og verður því enn að teljast líklegast að Erna Solberg verði næsti forsætisráðherra Noregs.