Dreifa eyrnatöppum gegn Stoltenberg

Skilaboð frambjóðenda Framfaraflokksins eru: „Ekki hlusta á Jens, hugsaðu sjálfur“
Skilaboð frambjóðenda Framfaraflokksins eru: „Ekki hlusta á Jens, hugsaðu sjálfur“

Frambjóðendur Framfaraflokksins í Noregi hafa gripið til þess ráðs að dreifa eyrnatöppum til kjósenda. Á þeim stendur: „Ekki hlusta á Jens, hugsaðu sjálfur“. Jens, sem vísað er til er Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs.

Þingkosningar fara fram í Noregi mánudaginn 9. september. Skoðanakannanir sýna að Hægriflokkurinn og Verkamannaflokkurinn eru með svipað fylgi eða tæplega 30%. Framfaraflokkurinn hefur heldur verið að styrkja stöðu sína í skoðanakönnunum og mælist með 15-17% fylgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert