Framfaraflokkurinn í sterkri stöðu

Erna Solberg, formaður Hægriflokksins.
Erna Solberg, formaður Hægriflokksins. AFP

Framfaraflokkurinn í Noregi bætir lítillega við sig fylgi samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem birtar voru á laugardaginn og mælist nú með 15,6%. Hægriflokkurinn tapar að sama skapi lítillega og mælist með 27,7% samkvæmt fréttavef norska dagblaðsins Nationen. Kristilegi þjóðarflokkurinn er með 5,2% og Venstre 6,5%.

Verkamannaflokkurinn, sem fer fyrir núverandi ríkisstjórn landsins, er með 28% fylgi samkvæmt skoðanakönnuninni og Sósíalíski vinstriflokkurinn með 4,8%. Þá mælst Miðflokkurinn með 5,4%. Fram kemur í fréttinni að þrátt fyrir að Verkamannaflokkurinn sé mælist stærsti flokkur Noregs nægi það ekki til þess að tryggja áframhaldandi vinstristjórn í landinu og er það einkum skrifað á sterka stöðu Framfaraflokksins.

Miðju- og hægriflokkarnir fá þannig samanlagt 55% en miðju- og vinstriflokkarnir rúmlega 38%. Skoðanakannanir undanfarnar vikur og mánuði hafa líkt og könnunin nú bent til þess að næsta ríkisstjórn Noregs verði skipuð miðju- og hægriflokkunum og að næsti forsætisráðherra landsins verði Erna Solberg, formaður Hægriflokksins. Kosið verður í Noregi 9. september næstkomandi.

Frétt Nationen

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert