Þing Kýpur felldi niðurskurðarlög

Ríkisstjórn Kýpur náði ekki fram vilja sínum í atkvæðagreiðslu í …
Ríkisstjórn Kýpur náði ekki fram vilja sínum í atkvæðagreiðslu í þinginu í dag. CHRISTOS AVRAAMIDES

Þing Kýpur felldi í dag frumvarp um aðgerðir í efnahagsmálum með 23 atkvæðum gegn 21. Samþykkt frumvarpsins er skilyrði þess að Kýpur frá frekari lánafyrirgreiðslu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu.

Kýpur fékk í mars 3 milljarða evru lán frá ESB og AGS. Gefin höfðu verið fyrirheit um að ríkið fengi 10 milljarða evra til viðbótar, en áður varð þing landsins að samþykkja frumvarp sem lánadrottnar landsins áttu þátt í að semja.

Fjármálaráðherra Kýpur sat í kvöld á fundi með áhrifamönnum á þingi til að ræða næstu skef í málinu.

Mótmæli hafa verið fyrir utan þinghúsið í Nicosiu.

Báðir stærstu viðskiptabankar Kýpur hafa átt í miklu erfiðleikum og hefur ríkið þurft að koma þeim til aðstoðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka