Castro hringdi í móður einnar konunnar

Ariel Castro.
Ariel Castro. HO

Ariel Castro,  maður­inn sem rændi, pyntaði og nauðgaði þrem­ur kon­um í um ára­tug á heim­ili sínu í Ohio í Banda­ríkj­un­um, sagðist hafa hringt í móður einn­ar kon­unn­ar til að láta hana vita að dótt­ir henn­ar væri óhult á meðan hún var fangi á heim­ili hans. 

Sky-frétta­stof­an grein­ir frá því að Castro hafi sagt frá þessu í yf­ir­heyrsl­um FBI. „Ég held að ég hafi sagt eitt­hvað á þessa leið...að ég hefði dótt­ur henn­ar og hún væri óhult og að nú væri hún kon­an mín,“ er Castro sagður hafa sagt.

Hann seg­ir að móðir kon­unn­ar hafi lagt á og hann hafi því ekki átt sam­ræður við hana. Móðir kon­unn­ar lést áður en kon­urn­ar losnuðu úr prísund­inni.

Í upp­tök­un­um seg­ir Castro einnig frá til­vik­um þar sem lög­regl­an eða aðrir hefðu átt að koma auga á hann og kon­urn­ar sem saknað var.

Castro var dæmd­ur í lífstíðarfang­elsi fyr­ir brot sín en hann samdi við sak­sókn­ara um að lýsa yfir sekt gegn því að ekki yrði farið fram á dauðarefs­ingu. Hann framdi sjálf­víg í klefa sín­um í vik­unni.

Frétt Sky-frétta­stof­unn­ar

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka