Nú, ári eftir að fjórir voru myrtir í frönsku Ölpunum, segist lögregla vinna að því að greina símtöl eins fórnarlambsins í von um komast til botns í málinu. Breski verkfræðingurinn Saad al Hill tók upp öll símtöl sín og telja rannsakendur að þeir hafi viðað að sér mögulegum vísbendingum úr símtölunum.
Maðurinn og kona hans Ikbal voru skotin hinn 5. september á síðasta ári þegar þau voru í fríi í Frakklandi. Móðir konunnar og hjólreiðamaður sem kom að vettvanginum voru einnig drepin. Dætur hjónanna lifðu árásina af.
Bróðir eiginmannsins var handtekinn í sumar, grunaður um morðin fjögur. Honum var sleppt gegn tryggingu. Hann kemur fyrir dómara í næsta mánuði.
Á blaðamannafundi sem haldinn var í dag kom fram að engar ákærur hefðu verið gefnar út vegna málsins.