Upptökur af ummælum lestarstjórans birtar

Francisco Jose Garzon sést hér fá aðstoð við að yfirgefa …
Francisco Jose Garzon sést hér fá aðstoð við að yfirgefa slysstaðinn AFP

Spænskir fjölmiðlar hafa birt upptöku þar sem heyra má lestarstjórann sem stýrði lestinni sem fór út af teinunum við bæinn Santiago de Compostela segja félaga sínum að hann sé á 190 km hraða.

Heimilaður hámarkshraði á þessum stað er 80 km á klukkustund. 79 létust og um 170 slösuðust í slysinu sem átti sér stað í júlí.

Lestarstjórinn Francisco Jose Garzon heyrist segja félaga sínum frá því á hvaða hraða hann er, auk þess sem hann kvartar yfir því hversu erfið beygjan sé þar sem slysið varð. Garzon hefur verið ákærður fyrir að bera ábyrgð á dauða farþeganna auk þess að hafa valdið slysinu með gáleysi í starfi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka