Allt bendir til þess að fátt geti komið í veg fyrir stjórnarskipti í Noregi á morgun. Samkvæmt skoðanakönnun sem Aftenposten birtir í dag er bandalag mip- og hægriflokkanna með 54,3% fylgi. Það þýðir að flokkarnir fjórir eru með sterkan stjórnarmeirihluta á Stórþinginu, 95 af 169 þingsætum.
Kosning er hafin í hluta Noregs en eiginlegur kjördagur er á morgun.
Erna Solberg, formaður Hægri, tekur því væntanlega við forsætisráðuneytinu af Jens Stoltenberg, leiðtoga Verkamannaflokksins, síðar í vikunni.
Samkvæmt könnun Aftenposten er kosningabandalag stjórnarflokkanna einungis með 39% fylgi sem þýðir 68 sæti á Stórþinginu.