Assad staðfestir afhendingu efnavopna

Bashar al-Assad Sýrlandsforseti í sjónvarpsviðtali.
Bashar al-Assad Sýrlandsforseti í sjónvarpsviðtali. -

Bashar al-Assad Sýrlandsforseti kom fram í sjónvarpsviðtali í Rússlandi fyrir stundu og staðfesti að ríkissstjórn hans ætli að láta öll efnavopn sín af hendi til alþjóðlegra eftirlitsmanna.

Assad sagði, í viðtali við rússnesku sjónvarpsstöðina Rossiya 24, að þetta væri gert að frumkvæði rússneskra stjórnvalda, en ekki sem viðbrögð við hótunum Bandaríkjamanna um loftárásir.

„Bandaríkin höfðu engin áhrif á þessa ákvörðun,“ sagði Assad í viðtalinu, samkvæmt BBC. 

Sergei Lavrvov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að samkomulagið sé í þremur liðum.

  • 1. Sýrlendingar gerist aðilar að Efnavopnasamningnum (CWC) frá 1992 um bann við þróun framleiðslu, söfnun og notkun efnavopna og um eyðingu þeirra.
  • 2. Sýrlendingar upplýsi hvar efnavopn þeirra eru geymd og gefi ítarlegar upplýsingar um efnavopnaáætlun stjórnvalda.
  • 3. Sérfræðingar ákveði í framhaldinu til hvaða aðgerða verði gripið.

„Ég er sannfærður um að það er enn tækifæri til að koma á friði í Sýrlandi. Við megum ekki láta það renna okkur úr greipum,“ sagði Lavrov. Hann mun ræða áætlunina við John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna í Genf í Sviss í vikunni.

Síðasti liðurinn er fremur óljós og hefur ráðherrann ekki skýrt frekar hvort efnavopnunum verður eytt, en samkvæmt BBC er talið að það sé ásteitingssteinn stjórnvalda í Moskvu og Damaskus.

Assad staðfesti í sjónvarpsviðtalinu í dag að ríkisstjórn hans muni senda gögn til Sameinuðu þjóðanna, sem liður í því ferli að undirrita Efnavopnasamninginn.

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, vill ekki sjá Vesturveldin grípa til …
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, vill ekki sjá Vesturveldin grípa til hernaðaraðgerða í Sýrlandi. AFP
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir áætlun Rússa og Sýrlendinga framkvæmanlega …
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir áætlun Rússa og Sýrlendinga framkvæmanlega en erfiða. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert