Ameríkaninn drepinn í Sómalíu

Talsmaður forsætisráðherra Sómalíu segir að enn sé verið að rannsaka dauða bandarísks íslamista sem sagður er hafa fallið í bardaga í gær. Maðurinn, Omar Hammami, er talinn hafa fallið í bardaga við meðlimi úr hryðjuverkahópnum Shebab en hann tilheyrði samtökunum sjálfur áður.

Ridwan Haji Abdidweli, talsmaður forsætisráðherra Sómalíu, segir að heimildir stjórnvalda séu á þá leið að hann hafi fallið í bardaganum en enn eigi eftir að staðfesta það. Hammami var betur þekktur sem Al-Amriki eða Ameríkaninn og höfðu bandarísk stjórnvöld sett fimm milljónir dollara honum til höfuðs. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert