Gætu fengið hreinan meirihluta

Svo virðist sem Angela Merkel, kanslari Þýskalands, verði sigursæl í …
Svo virðist sem Angela Merkel, kanslari Þýskalands, verði sigursæl í kosningum sem fóru fram í dag. AFP

Flokkur Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, Kristilegir demókratar, og systurflokkurinn Kristilegi þjóðarflokkurinn gætu fengið hreinan meirihluta í kosningunum sem fóru fram í Þýskalandi í dag.

Þegar atkvæði höfðu verið talin í eina klukkustund stóðu atkvæði þannig að flokkur Merkel gæti fengið 304 sæti af 606 og þar af leiðandi þyrftu systurflokkarnir því ekki að mynda samsteypustjórn, en frá þessu greindu tvær sjónvarpstöðvar í Þýskalandi. Kjörstöðum var lokað klukkan fjögur í dag. Fyrstu útgönguspár sýndu að flokkur Merkel hefði fengið 42,5 prósent atkvæða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert