„Sögulegt stjórnarsamstarf“ í Noregi

Siv Jensen formaður Framfaraflokksins og Erna Solberg formaður Hægriflokksins. Saman …
Siv Jensen formaður Framfaraflokksins og Erna Solberg formaður Hægriflokksins. Saman ætla þær að mynda ríkisstjórn í Noregi. AFP

Formlegar stjórnmyndunarviðræður eru nú hafnar milli Hægriflokksins og Framfaraflokksins í Noregi, en allt frá þingkosningunum 9. september hafa staðið yfir þreifingar milli allra fjögurra flokkanna á hægri væng stjórnmálanna.

Erna Solberg, formaður Hægriflokksins og að líkindum verðandi forsætisráðherra, sagði á blaðamannafundi nú í kvöld að samstarfið við Framfaraflokkinn sé sögulegt og viðræður hafi gengið vel til þessa.

Hún lagði áherslu á að Hægriflokkurinn vilji eins breiða, borgaralega ríkisstjórn og unnt sé að mynda. Þótt um tveggja flokka stjórn verði að ræði, þá muni hún njóta stuðnings Kristilega þjóðarflokksins og Venstre. 

Siv Jensen, formaður Framfaraflokksins, sagði á blaðamannafundinum í kvöld að ýmsum kröfum hennar flokks verði mætt, þar á meðal um harðari stefnu í málefnum innflytjenda. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert