Fjórir þingmenn ákærðir

Christos Pappas, þingmaður Gullinnar dögunar
Christos Pappas, þingmaður Gullinnar dögunar AFP

Fjórir þingmenn öfgahreyfingarinnar Gullin dögun verða leiddir fyrir dómara í dag en þeir eiga yfir höfði sér ákæru fyrir að tilheyra glæpahóp auk fleiri ákæruliða, svo sem morð, líkamsárásir og peningaþvætti.

Fjórmenningarnir voru handteknir um helgina ásamt formanni hreyfingarinnar og varaformanni. Þeim er gert að mæta fyrir dómara síðar í vikunni. Alls hafa 22 verið handteknir í tengslum við morðið á tónlistarmanninum og andstæðingi rasisma, Pavlos Fyssas þann 18. september sl.

Karlmaður sem er í haldi grunaður um að hafa stungið Fyssas sagði við lögreglu að hann væri stuðningsmaður Gullinnar dögunar þrátt fyrir að flokkurinn harðneiti tengslum við morðingjann.

Þingmennirnir fjórir, Ilias Panagiotaros, Ilias Kasidiaris, Yannis Lagos og Nikos Michos verða formlega ákærðir í dag, samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert