Skotin í höfuðið fyrir að fara í skólann

Miðvikudaginn 9. október 2012 bárust fréttir af því að Talibanar í Pakistan hefðu skotið 15 ára stúlku í höfuðið þegar hún var á leið heim úr skóla. Árásarmennirnir réðust á Malala Yousafzai þar sem hún hafði barist fyrir kvenréttindum í heimalandi sínu, réttindum á borð við að stúlkur fengju menntun til jafns við drengi.

Malala lifði árásina af og hefur undanfarið ár vakið hrifningu fólks um allan heim fyrir áframhaldandi baráttu sína gegn afturhaldsöflum í Pakistan og ótrúlega sýn á heiminn, þrátt fyrir ungan aldur.

Hún segir að eina leiðin til að takast á við Talibana sé með friðsamlegum hætti. „Það er ekki mitt hlutverk, það er hlutverk ríkisstjórnar Pakistan, og líka ríkisstjórnar Bandaríkjanna,“ sagði Malala í viðtali við BBC í gær.

Ítarlegt viðtal BBC við Malala

Malala ávarpar ungmennaþing Sameinuðu þjóðanna
Malala ávarpar ungmennaþing Sameinuðu þjóðanna AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert