Stjórnarsáttmáli í höfn í Noregi

Siv Jensen og Erna Solberg.
Siv Jensen og Erna Solberg. AFP

Formenn Hægriflokksins og Framfaraflokksins í Noregi tilkynntu í kvöld að flokkarnir hefðu náð saman um nýjan stjórnarsáttmála í Noregi. Lofað er skattalækkunum og auknum fjárfestingum og hertum reglum í innflytjendamálum.

Stjórnarsáttmálinn er 75 blaðsíður og kynntu Erna Solberg, formaður Hægriflokksins, og Siv Jensen, formaður Framfaraflokksins, sáttmálann í kvöld. „Það voru ákveðnar hindranir sem þurfti að yfirstíga en færri en margir héldu,“ sagði Solberg í kvöld. 

Meðal þess sem flokkarnir hafa á stefnu sinni er að afnema bann við hnefaleikum og pókermótum, auka hámarkshraða úr 100 km/klst í 130 km/klst á hraðbrautum, lengja afgreiðslutíma vínbúða og heimila að verslanir séu opnar á sunnudögum.

Ekkert var tilkynnt um ráðherraskipan en það verður gert á næstu dögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert