Talibanar í Pakistan segjast myndu aftur ráðast á Malala Yousafzai ef tækifæri gæfist. Þetta kom fram í máli talsmanns Talibana.
Malala, sem er 16 ára, hefur verið þyrnir í augum hryðjuverkahópsins um árabil, en hún hefur verið ötull talsmaður kvenréttinda í Pakistan, nokkuð sem er Talibönum mjög á móti skapi.
Talsmaðurinn þvertekur hins vegar að hún sé skotmark vegna stjórnmálaskoðana sinna, heldur vegna þess að hún dreifir áróðri gegn Talibönum.
Malala er talin líkleg til að hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár.