Varaformaðurinn fær ekki ráðherrastól

Siv Jensen, formaður Framfaraflokksins, og Erna Solberg, formaður Hægriflokksins.
Siv Jensen, formaður Framfaraflokksins, og Erna Solberg, formaður Hægriflokksins. AFP

Líklegt þykir að vafaformaður Framfaraflokksins í Noregi, Per Sandberg, fái ekki ráðherrastól í ríkisstjórn flokksins með Hægriflokknum þrátt fyrir að fyrirfram hafi verið talið sjálfgefið að hann yrði ráðherra kæmist flokkurinn í ríkisstjórn.

Fram kemur í frétt norska dagblaðsins Verdens Gang að þess í stað verði Sandberg líklega þingflokksformaður Framfaraflokksins og fái það verkefni að semja um stuðning Kristilega þjóðarflokksins og Venstre um stuðning við ríkisstjórnina sem verður minnihlutastjórn.

Sandberg er umdeildur fyrir harðar skoðanir sínar á íslam og innflytjendamálum að því er segir í fréttinni. Verði hann ekki ráðherra muni það vera túlkað sem viðleitni Framfaraflokksins í þá átt að ýta til hliðar  umdeildum einstaklingum í forystu hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert