Um helgina létust 57 í átökum íslamista og lögreglu í Egyptalandi. 48 létust í Karíó og níu annars staðar í landinu. Þá slasaðist 391 maður.
Á sunnudag brutust út átök stuðningsmanna forsetans fyrrverandi Mohamed Morsi og lögreglunnar víða um landið.
Í Kaíró reyndu stuðningsmennirnir að komast inn á torg þar sem stuðningsmenn hersins voru að minnast þess að 40 ár eru frá því að stríð Araba og Ísraela hófst.
Herinn kom Morsi frá völdum í byrjun júlí og síðan þá hafa stuðningsmenn hans ítrekað efnt til mótmæla sem oft hafa endað í miklum átökum.
Í dag hafa níu fallið í átökum í landinu.