Sprengdu brú í loft upp

Flóttafólk í Malí.
Flóttafólk í Malí. AFP

Vopnaður hóp­ur öfga­fullra íslam­ista sprengdi upp brú suður af bæn­um Gao í norður­hluta Malí í dag. Tveir al­menn­ir borg­ar­ar slösuðust.

Að sögn lög­regl­unn­ar notuðu menn­irn­ir dína­mít til að sprengja upp brúnna sem er skammt frá landa­mær­un­um að Níg­er. 

Óöld hef­ur ríkt í Malí mánuðum sam­an. Tek­ist er á um landsvæði, aðallega í norður­hluta lands­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert