Enn einn verksmiðjubruninn í Bangladess

Sjö létust í eldsvoða í fataverksmiðju í Bangladess í nótt. Í verksmiðjunni var meðal annars saumaður fatnaður fyrir Gap og H&M.

Slökkviliðsmenn börðust við eldinn í alla nótt í Aswad Knit Composite verksmiðjunni í Sripur, úthverfi höfuðborgarinnar Dhaka.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var eldurinn svo mikill að ekki er hægt að bera kennsl á líkin sem hafa fundist í rústunum. Að sögn starfsmanna kviknaði eldurinn síðdegis í gær í prjónaverksmiðjunni en ítrekað hefur kviknað í henni áður.

Í bókum fyrirtækisins sést að meðal viðskiptavina í september eru bandaríska keðjan Gap, breska keðjan Next, sænska keðjan H&M, ástralska keðjan Target og franska smásölukeðjan Carrefour. Eins var þar unnið fyrir WalMart, sem er stærsta smásölukeðja heims. 

AFP
AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert