Réttarhöld yfir Morsi í nóvember

Stuðningsmenn Morsis hafa mótmælt reglulega undanfarna mánuði.
Stuðningsmenn Morsis hafa mótmælt reglulega undanfarna mánuði. AFP

Réttarhöld yfir Mohamed Morsi, fyrrverandi forseta Egyptalands hefjast þar í landi þann 4. nóvember. Morsi er m.a. ákærður fyrir að hvetja til morða á mótmælendum í uppreisninni þar í landi. 

Fjórtán aðrir eru einnig ákærðir í tengslum við morðin sem voru framin fyrir utan forsetahöllina í desember. Í júlí steypti her landsins honum svo af stóli.

Talið er að réttarhöldin verði til þess að stuðnings menn Morsis eflist til muna. Um síðustu helgi féllu 57 í átökum þeirra og lögreglu.

Morsi hefur verið í einangrun frá valdaráninu í júlí. Í ákæru er hann sakaður um að hafa egnt stuðningsmenn sína til að myrða mótmælendur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert