Malala fær Sakharov-verðlaunin

Malala Yousafzai fær Sakharov-verðlaunin í ár.
Malala Yousafzai fær Sakharov-verðlaunin í ár. JUSTIN TALLIS

Pakistanska skólastúlkan Malala Yousafzai fær mannréttindaverðlaunin sem kennd eru við sovéska mannréttindafrömuðinn Andrei Sakharov í ár. Það er mannréttindanefnd Evrópuþingsins sem stendur fyrir verðlaununum.

Í gær var rétt ár liðið síðan liðsmenn Talibana skutu á Malölu þegar hún var á leið heim úr skóla með skólasystkinum sínum. Hún hafði mótmælt tilskipun Talibana um að stúlkur í Swat dalnum í Pakistan ættu ekki að sækja skóla. Hún hafði talað fyrir menntun stúlkna í sjónvarpi í Pakistan og hélt dagbók á vef BBC þar sem hún lýsti því hvernig sé að reyna að sækja skóla undir hótunum Talibana.

Malala flutti ræðu í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í sumar þar sem hún hét því að rödd hennar myndi aldrei þagna.

Verðlaunaféð vegna Sakajrov-verðlaunanna er 50.000 evrur. Meðal þeirra sem tilnefndir voru til verðlaunanna í ár var bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert