Nú þegar nánast allar ríkisstofnanir í Bandaríkjunum hafa verið lokaðar í rúma viku eða starfsemi þeirra takmörkuð verulega vegna þess að ekki náðist samkomulag um fjárlög næsta árs, hefur Bandaríkjamaðurinn Cris Cox tekið málið í sínar hendur.
Honum leiddist að horfa upp á óslegnar grasflatir og rusl sem flæðir víða upp úr ruslatunnum, en starfsmenn garða og ýmissa minnismerkja voru meðal þeirra ríkisstarfsmanna sem sendir voru í hlé og vildi Cox því leggja sitt af mörkum. Hann var önnum kafinn við að taka til og slá gras á lóðinni við Lincoln minnismerkið þegar lögregla kom og bað hann vinsamlegt um að yfirgefa svæðið.
Barack Obama reynir nú eftir fremsta megni að leysa málin.