Engin merki um kynferðislega örvun

Ariel Castro
Ariel Castro AFP

Dán­ar­dóm­stjóri sem úr­sk­urðaði að Ariel Castro hefði framið sjálfs­víg seg­ir að ekk­ert bendi til þess að hann hafi kyrkt sig í kyn­ferðis­leg­um til­gangi. Í gær­kvöldi kom fram í skýrslu frá fang­els­inu að ekki væri ör­uggt að Castro hefði framið sjálfs­víg.

Í skýrsl­unni kem­ur fram að hann hafi fund­ist með bux­urn­ar á hæl­un­um í klefa sín­um og ýjað að hann hafi reynt að fá úr því kyn­ferðis­lega spennu að þrengja að hálsi sín­um á meðan hann stundaði sjálfs­fró­un. Castro hafi vafið laki um háls sér og notaði krækju við glugga til að þrengja að hálsi sín­um.

Castro var í ág­úst fund­inn sek­ur um að hafa rænt Michelle Knigth, Amöndu Berry og Ginu DeJ­es­us þegar þær voru 20, 16 og 14 ára og haldið þeim föngn­um. Castro var dæmd­ur í lífstíðarfang­elsi fyr­ir brot sín en hann samdi við sak­sókn­ara um að lýsa yfir sekt gegn því að ekki yrði farið fram á dauðarefs­ingu. Hann fannst síðan lát­inn í klefa sín­um í byrj­un sept­em­ber.

Dán­ar­dóm­stjór­inn Jan Gorniak seg­ir að það hafi ekki verið nein merki um að Catro hafi verið kyn­ferðis­lega örvaður skömmu fyr­ir and­látið. „Þess vegna sagði ég að þetta hafi verið sjálfs­víg með heng­ingu.“ seg­ir hún í yf­ir­lýs­ingu til fjöl­miðla.

Missti bux­urn­ar við heng­ing­una

Á vef breska rík­is­út­varps­ins kem­ur fram að hún telji að Castro hafi misst bux­ur og nær­brók niður á hæl­anna er hann hengdi sig og ekki væru nein­ar sann­an­ir um að hann hafi reynt að fá úr því kyn­ferðis­lega spennu með því að binda lakið um háls­inn. Að sögn Gorniak var ekk­ert sam­band haft við hana af hálfu fang­els­is­mála­yf­ir­valda við gerð skýrsl­unn­ar um hver dánar­or­sök­in hafi verið.

Í skýrsl­unni kem­ur einnig fram að fanga­verðir hafi falsað skýrsl­ur um að þeir hafi fylgst með Ariel Castro skömmu áður en hann framdi sjálfs­víg. Sam­kvæmt mynd­um úr ör­ygg­is­mynda­vél­um sést að þeir slepptu því að líta með hon­um í að minnsta átta skipti þenn­an dag en fylgj­ast átti með hon­um á hálf­tíma fresti.

Neituðu hon­um um ráðgjöf

Castro var tek­inn af sjálfs­vígs­vökt­un­arlista í júní þar sem fang­els­is­yf­ir­völd töldu ekki lík­legt að hann myndi fremja sjálfs­víg. Lög­fræðing­ur Castros, Craig Waintraub, greindi frétta­mönn­um frá því í síðasta mánuði að Castro hefði verið synjað um að fá ut­anaðkom­andi ráðgjöf þrátt fyr­ir að hafa ít­rekað verið í sjálfs­vígs­hug­leiðing­um og hann hafi þjáðst af þung­lyndi eft­ir að dóm­ur var kveðinn upp í máli hans.

Castro kafnaði við sjálfs­fró­un

Sjá nán­ar hér

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka