Hafnar tillögu fulltrúadeildarinnar

00:00
00:00

Barack Obama, for­seti Banda­ríkj­anna, hef­ur hafnað til­lögu full­trúa­deild­ar Banda­ríkjaþings sem fól í sér fram­leng­ingu á skuldaþaki og opn­un rík­is­stofn­ana sem lokað var um mánaðamót­in.

Talsmaður Hvíta húss­ins seg­ir til­lögu full­trúa­deild­ar­inn­ar lagða fram til að friða lít­inn hóp íhalds­manna. Hvíta húsið lýsti hins veg­ar yfir stuðningi við til­lögu öld­unga­deild­ar­inn­ar.

Demó­krat­ar eru með meiri­hluta í öld­unga­deild­inni, en re­públi­kan­ar eru í meiri­hluta í full­trúa­deild­inni. Flokk­arn­ir hafa ekki getað komið sér sam­an um fjár­laga­til­lög­ur sem leiddi til þess að nokkr­ar rík­is­stofn­an­ir lokuðu um síðustu mánaðamót. 17. októ­ber renn­ur út heim­ild þings­ins til að auka skuld­ir rík­is­ins og ótt­ast marg­ir að ástandið verði enn al­var­legra ef ekki verður komið sam­komu­lag fyr­ir þann tíma. Í bæði til­lögu full­trú- og öld­unga­deild­ar­inn­ar er gert ráð fyr­ir að frestað verði fram í janú­ar að taka ákvörðun um hækk­un á skuldaþak­inu, en það myndi gefa flokk­un­um meiri tíma til að kom­ast að sam­komu­lagi.

Eitt af því sem flokk­arn­ir hafa helst deilt um eru aðgerðir Obama í heil­brigðismál­um, sem kallaðar eru Obamacare. Re­públi­kan­ar leggja áherslu á að til að lækka út­gjöld rík­is­ins verði að fresta gildis­töku lög­gjaf­ar­inn­ar.

Til­laga öld­unga­deild­ar­inn­ar ger­ir ráð fyr­ir að fresta í tvö ár gildis­töku trygg­inga­gjalds sem ætlað er að fjár­magna breyt­ing­ar í heil­brigðismál­um. Til­laga full­trúa­deild­ar­inn­ar ger­ir hins veg­ar ráð fyr­ir að einnig verði frestað gildis­töku skatts sem ætlað er að fjár­magna niður­greiðslur á heil­brigðisþjón­ustu. Á þessa til­lögu get­ur Obama ekki fall­ist.

Áfram er pattstaða í deilum stjórnmálamanna í Bandaríkjunum um fjárlög. …
Áfram er pattstaða í deil­um stjórn­mála­manna í Banda­ríkj­un­um um fjár­lög. Barack Obama fellst ekki á til­lög­ur full­trúa­deild­ar­inn­ar. SAUL LOEB
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert