Vonast eftir samkomulagi í dag

Barack Obama forseti Bandaríkjanna
Barack Obama forseti Bandaríkjanna AFP

Svo virðist sem stutt sé í að sam­komu­lag ná­ist um hækk­un skuldaþaks banda­ríska rík­is­ins. Von­ir standa til að hægt verði að ganga frá sam­komu­lag­inu í dag en að öðrum kosti vof­ir yfir að rík­is­sjóður geti ekki staðið við af­borg­an­ir þann 17. októ­ber.

Leiðtog­ar re­públi­kana, Mitch McConn­ell, og demó­krata, Harry Reid, í öld­unga­deild Banda­ríkjaþings funduðu í gær og fundi lokn­um sagðist Reid vera bjart­sýnn á að sam­komu­lag væri að nást.

Hluta­bréfa­vísi­töl­ur hækkuðu í kjöl­farið á Wall Street í gær­kvöldi og eins hækkuðu hluta­bréfa­vísi­töl­ur í Asíu vegna vona um sam­komu­lag í Washingt­on í dag.

„Það verða all­ir að sýna þol­in­mæði,“ sagði Reid í gær­kvöldi og bætti við að hann vonaðist til þess að dag­ur­inn í dag yrði bjart­ur dag­ur. Und­ir það tók McConn­ell sem seg­ist vera bjart­sýnn á að sam­komu­lag ná­ist sem báðir aðilar geta sætt sig við.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert