Lögin samþykkt og staðfest

Bandaríkjaþing samþykkti í nótt lagafrumvarp til að hækka skuldaþak ríkissjóðs og halda rekstri ríkisins gangandi aðeins nokkrum klukkustundum áður en ríkið stóð frammi fyrir greiðslufalli. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, staðfesti svo lögin í nótt.

Í gær náðist samkomulag í öldungadeild þingsins á milli demókrata og repbúlikana, en þar eru demókratar í meirihluta. 81 þingmaður samþykkti frumvarpið þar á móti 18, að því er segir á vef breska ríkisútvarpsins.

Í framhaldinu var málið sent til fulltrúadeildarinnar þar sem repúblikanar eru í meirihluta, en þeir samþykktu frumvarpið með semingi. Alls greiddu 285 atkvæði með frumvarpinu á móti 144 í neðri deildinni. 

Þetta var aðeins nokkrum klukkustundum áður en fresturinn til að hækka skuldaþakið, sem stóð í 16,7 billjónum dala, rann út. 

Með þessu var framlengt í lántökuheimildum bandaríska ríkisins til 7. febrúar. Auk þess er með frumvarpinu búið að fjármagna bandaríska ríkið til 15. janúar, en nú hafa opinberar stofnanir opnað á nýjan leik og mörg hundruð þúsund opinberir starfsmenn munu snúa aftur til vinnu. 

Það munaði aðeins nokkrum klukkustundum að bandaríska ríkið gæti ekki …
Það munaði aðeins nokkrum klukkustundum að bandaríska ríkið gæti ekki staðið í skilum. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert