Sagði ósatt um uppruna stúlkunnar

Faðir fimmtán ára stúlkusem var handtekin af lögreglu í Frakklandi og vísað úr landi þegar hún var í skólaferðalagi viðurkenndi í dag að hann hefði ekki sagt satt og rétt frá rótum sínum í Kosovo þegar hann sótti um hæli í landinu. Stúlkan tilheyrir róma-fólkinu sem býr víðsvegar um Evrópu og mætir oft miklum fordómum.

Reshat Dibrani, faðir stúlkunnar, segir að hann sé sá eini sem eigi rætur sínar að rekja til landsins.  Hann segist hafa yfirgefið landið níu ára gamall þegar hann flutti ásamt fjölskyldu sinni til Ítalíu áður en hann flutti til Frakklands árið 2008.

Kona hans, Xhemaili, fæddist á Ítalíu sem og fimm af sex börn þeirra, þar á meðal Leonarda dóttir hans sem vísað var úr landi fyrr í þessum mánuði. Yngsta barnið í fjölskyldunni er sautján mánaða gamalt.

Reshat Dibrani segist hafa sagt yfirvöldum í Frakklandi að fjölskyldan væri öll frá Kosovo þegar hann sótti um hæli í landinu í von um að eiga meiri líkur á að fá hæli.

Þúsundir menntaskólanema í París og á öðrum stöðum í Frakklandi mótmæltu harðlega brottvísun stúlkunnar í dag.

Frétt mbl.is: Vísuðu fimmtán ára stúlku úr landi


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert